ÞRÓUN ehf. og Lyfjaverslun Íslands hafa undirritað þjónustusamning í framhaldi af endurnýjun á hugbúnaðarkerfum Lyfjaverslunarinnar sem Þróun verkstýrði. Lyfjaverslunin hafði notað Birki upplýsingakerfi Þróunar frá árinu 1987 en skipti nú yfir í Concorde XAI og Oracle gagnagrunnskerfið, að því er segir í fréttatilkynningu.
ÐLyfjaversluninendurnýjar upp-
lýsingakerfið
ÞRÓUN ehf. og Lyfjaverslun Íslands hafa undirritað þjónustusamning í framhaldi af endurnýjun á hugbúnaðarkerfum Lyfjaverslunarinnar sem Þróun verkstýrði.
Lyfjaverslunin hafði notað Birki upplýsingakerfi Þróunar frá árinu 1987 en skipti nú yfir í Concorde XAI og Oracle gagnagrunnskerfið, að því er segir í fréttatilkynningu. Vinna við uppsetningu kerfanna hófst í lok árs 1995 og er henni nú lokið. Við gangsetninguna var m.a. haft að leiðarljósi að vinnan við hana raskaði sem minnst starfsemi Lyfjaverslunar Íslands.
Lyfjamarkaðurinn mun fyrirsjáanlega breytast mikið á næstunni og breytingarnar verða örari en áður. Því leitaði Lyfjaverslun Íslands að upplýsingakerfi sem er sveigjanlegt og styður þætti eins og öfluga áætlanagerð, markvisst kostnaðareftirlit og getur gefið upplýsingar um framlegð hratt og örugglega.
Þróun ehf. er rúmlega 20 ára gamalt fyrirtæki sem hefur á síðustu árum sérhæft sig í Concorde XAI viðskiptahugbúnaði og þjónustu við viðskiptavini í tengslum við hann. Fyrirtækið leggur áherslu á gæðamál í starfi sínu og að vinnu við uppsetningu nýrra upplýsingakerfa sé fylgt eftir til að nýta megi kosti þeirra til aukinnar hagræðingar fyrir viðskiptavininn.
Í EFRI röð f.v. eru Gunnar I. Hjartarson og Eiríkur Magnússon frá Lyfjaverslun Íslands hf. og Gunnlaug Ottesen frá Þróun ehf. Í fremri röð eru Þór Sigþórsson forstjóri Lyfjaverslunar Íslands hf. og Halldór Friðgeirsson framkvæmdastjóri Þróunar ehf.