RÍKISSÁTTASEMJARI leggur fram miðlunartillögu í kjaradeilu Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á föstudag og laugardag. Ekki búist við miklum breytingum frá kjarasamningi

Miðlunartillaga í læknadeilunni

RÍKISSÁTTASEMJARI leggur fram miðlunartillögu í kjaradeilu Læknafélags Reykjavíkur og Reykjavíkurborgar í dag. Atkvæði verða greidd um tillöguna á föstudag og laugardag.

Ekki búist við miklum breytingum frá kjarasamningi

Tveir sáttafundir hafa verið haldnir í deilunni og þykir sýnt að samkomulag tekst ekki án atbeina sáttasemjara. Ekkert hefur verið gefið upp um efni miðlunartillögunnar, en ekki er búist við að hún feli í sér miklar breytingar frá þeim kjarasamningi sem gerður var 2. desember sl. Læknar á Sjúkrahúsi Reykjavíkur felldu samninginn með 86 atkvæðum gegn 84. Læknar á öðrum sjúkrahúsum samþykktu samninginn.

Ungir læknar ekki með atkvæðisrétt

Ungir læknar sem sagt hafa upp störfum á spítalanum fá ekki að greiða atkvæði um tillöguna þar sem þeir eru ekki lengur á launaskrá hjá spítalanum.