LÖGREGLAN í Reykjavík greip tvo átján ára pilta á hlaupum í fyrrinótt eftir að þeir höfðu brotið rúður og skemmt bíla. Sjónarvottur sá til þeirra og lét lögregluna vita. Piltarnir tveir höfðu skemmt bíla við Túngötu, Holtsgötu, Framnesveg og á Grandasvæðinu, m.a. brotið rúður og luktir og rifið af þeim loftnet. Einnig var talið að þeir hefðu brotið rúður á Framnesvegi.
Brutu rúður og skemmdu bíla

LÖGREGLAN í Reykjavík greip tvo átján ára pilta á hlaupum í fyrrinótt eftir að þeir höfðu brotið rúður og skemmt bíla. Sjónarvottur sá til þeirra og lét lögregluna vita.

Piltarnir tveir höfðu skemmt bíla við Túngötu, Holtsgötu, Framnesveg og á Grandasvæðinu, m.a. brotið rúður og luktir og rifið af þeim loftnet. Einnig var talið að þeir hefðu brotið rúður á Framnesvegi. Eftir að lögreglunni var gert viðvart fann hún piltana fljótlega og hljóp þá uppi.