LITLA jólagalleríið hefur verið opnað, en það er til húsa í bílskúr á mótum Byggðavegar og Hrafnagilsstrætis. Þar fást handunnar vörur af ýmsu tagi, kransar til að setja á hurðir eða veggi, jólastjörnur í glugga, vörur úr bútasaumi og innfluttar jólavörur af margvíslegu tagi. Einnig eru greinar til að setja á leiði seldar í Litla jólagalleríinu.
Litla jólagalleríiðLITLA jólagalleríið hefur verið opnað, en það er til húsa í bílskúr á mótum Byggðavegar og Hrafnagilsstrætis. Þar fást handunnar vörur af ýmsu tagi, kransar til að setja á hurðir eða veggi, jólastjörnur í glugga, vörur úr bútasaumi og innfluttar jólavörur af margvíslegu tagi. Einnig eru greinar til að setja á leiði seldar í Litla jólagalleríinu. Greinarnar eru settar saman eftir óskum fólks. Boðið er upp á kaffi og piparkökur og gjöfum er pakkað inn fyrir viðskiptavini. Á myndinni er Helga Haraldsdóttir sem rekur Litla jólagalleríið, en það er opið daglega frá kl. 13 til 18.
Morgunblaðið/Kristján