Kúbustjórn
fundin sek
Miami. Reuters
DÓMARI í Miami í Bandaríkjunum dæmdi Kúbustjórn til
þess að greiða fjölskyldum þriggja flugmanna, bætur upp á rúmlega 187 milljónir Bandaríkjadala, að andvirði rúmlega 12 milljarða íslenskra króna, í gær.
Mennirnir, sem voru af kúbönskum uppruna, voru skotnir niður af kúbanskri orustuþotu, er þeir voru að svipast um eftir kúbönskum flóttamönnum á alþjóðlegu hafsvæði 24 febrúar árið 1996.
Dómurinn er fyrsti dómur sem felldur er samkvæmt nýjum bandarískum lögum gegn hryðjuverkastarfsemi sem m.a. miða að því að teygja lögsögu Bandaríkjanna út fyrir landamæri þeirra þegar bandarískir ríkisborgarar eiga í hlut.
Stjórnvöld á Kúbu neituðu að verja sig fyrir réttinum og báru því fyrir sig að bandarískt réttarkerfi hafi ekkert yfir þeim að segja.