SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins samþykkti í gær og afgreiddi til umhverfisráðherra til staðfestingar nýtt svæðisskipulag fyrir sveitarfélög norðan Skarðsheiðar. Mælist skipulagsstjórn til þess að svokölluð sáttaleið varðandi umdeilda lagningu Borgarfjarðarbrautar verði tekin inn í skipulagið og samþykkt.
Borgarfjarðarbraut Sáttaleiðin fari á svæðisskipulag

SKIPULAGSSTJÓRN ríkisins samþykkti í gær og afgreiddi til umhverfisráðherra til staðfestingar nýtt svæðisskipulag fyrir sveitarfélög norðan Skarðsheiðar. Mælist skipulagsstjórn til þess að svokölluð sáttaleið varðandi umdeilda lagningu Borgarfjarðarbrautar verði tekin inn í skipulagið og samþykkt.

Að sögn Sigurðar Thoroddsen hjá Skipulagi ríkisins samþykkti skipulagsstjórn með 3 atkvæðum gegn 1 þá beiðni hreppsnefndar Reykholtsdalshrepps að leið 3a, svokölluð sáttaleið, verði sýnd á svæðisskipulaginu.