KNATTSPYRNUFÉLAG Akureyrar, KA, verður 70 ára 8. janúar næstkomandi, en af því tilefni hefur Haraldur Sigurðsson tekið saman sögu félagsins og kemur bókin út nú um helgina. Einkum er í bókinni fjallað um síðustu tíu ár í sögu þess, en fyrir tíu árum var einnig gefin út bók um félagið. Með Haraldi í ritnefnd voru þeir Svavar Ottesen og Hermann Sigtryggsson. Í bókinni eru m.a.
Saga KA á prent

KNATTSPYRNUFÉLAG Akureyrar, KA, verður 70 ára 8. janúar næstkomandi, en af því tilefni hefur Haraldur Sigurðsson tekið saman sögu félagsins og kemur bókin út nú um helgina. Einkum er í bókinni fjallað um síðustu tíu ár í sögu þess, en fyrir tíu árum var einnig gefin út bók um félagið. Með Haraldi í ritnefnd voru þeir Svavar Ottesen og Hermann Sigtryggsson.

Í bókinni eru m.a. viðtöl við afreksmenn í hverri grein sem stunduð er innan félagsins, blak, júdó, skíði, knattspyrnu og handknattleik. Heiðursfélaga KA er getið, látinna félaga minnst, spjallað er við nokkra mótherja félagsins og merkra atburða síðasta áratugar getið svo dæmi séu tekin. Bókin er 160 blaðsíður og í henni er fjöldi mynda.

Morgunblaðið/ RITNEFND að störfum, Svavar Ottesen, Haraldur Sigurðsson og Hermann Sigtryggsson.