STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (SH) hefur ákveðið að ganga til samninga við Kaupþing hf. um umsjá með skráningu SH á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Samningurinn felur jafnframt í sér samvinnu um fjölgun hluthafa svo félagið uppfylli öll skilyrði fyrir skráningu á aðallista. Að skráningu lokinni er stefnt að því að bjóða út nýtt hlutafé.
ÐSölumiðstöðin á

Verðbréfaþing

STJÓRN Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna hf. (SH) hefur ákveðið að ganga til samninga við Kaupþing hf. um umsjá með skráningu SH á aðallista Verðbréfaþings Íslands. Samningurinn felur jafnframt í sér samvinnu um fjölgun hluthafa svo félagið uppfylli öll skilyrði fyrir skráningu á aðallista. Að skráningu lokinni er stefnt að því að bjóða út nýtt hlutafé.

Með skráningu verður SH eitt stærsta hlutafélagið sem skráð er á Verðbréfaþingi Íslands. Markaðsvirði félagsins miðað við núverandi gengi hlutabréfa þess er u.þ.b. 8 milljarðar króna. Velta SH á síðasta ári var hins vegar meiri en velta tveggja stærstu félagana á Verðbréfaþingi eða um 26 milljarðar króna. Til samanburðar nam velt Flugleiða um 20 milljörðum króna árið 1996 og velta Eimskips var 12 milljarðar króna.

Stefnt að skráningu í janúar

Að sögn Jóhanns Ívarssonar, hjá Kaupþingi, er stefnt að því að hlutabréf SH verði skráð á Verðbréfaþingi í janúar. Hann segir hins vegar ekki gert ráð fyrir því að auka hlutafé félagsins fyrr en að skráningu lokinni.

Heimild er fyrir stjórn SH að auka hlutafé félagsins um 103 milljónir króna að nafnvirði en hlutafé þess í dag er 1.497 milljónir króna að nafnvirði.

Velta SH fyrstu níu mánuði þessa árs nam rúmum 18 milljörðum króna og hagnaður samstæðunnar eftir skatta var 246 milljónir króna.