DOLLAR jafnaði sig nokkuð síðdegis í gær, en stóð enn illa að vígi vegna óvenjuharðra efnahagsaðgerða og gjaldeyriskaupa Japana. Deginum lauk með tapi evrópskum kauphöllum þegar ekkert varð úr uppsveiflu í Wall Street, en sumir sérfræðingar spá verðbréfakaupum fjársterkta fjárfestingarsjóða fram að áramótum.
»Dollar lækkar vegna sölu Japana
DOLLAR jafnaði sig nokkuð síðdegis í gær, en stóð enn illa að vígi vegna óvenjuharðra efnahagsaðgerða og gjaldeyriskaupa Japana. Deginum lauk með tapi evrópskum kauphöllum þegar ekkert varð úr uppsveiflu í Wall Street, en sumir sérfræðingar spá verðbréfakaupum fjársterkta fjárfestingarsjóða fram að áramótum. Dalurinn komst aftur í 127 jen eftir að hafa lækkað í 125,80 jen í fyrrinótt þegar Japansbanki seldi dollara fyrir jen og boðuð var 15,7 milljarða dollara lækkun á tekjuskatti til að örva hagvöxtinn. Bankanum tókst að hífa jenið upp með því að selja tiltölulega lítið af dollurum," sagði miðlari. Lækkunin kom öllum á óvart og er alger kúvending," sagði sérfræðingur SE-Banken í London. Þetta hefur góð áhrif á efnahag Japana ef til lengri tíma er lítið, en líklega lítil í bráð." Síðdegis hafði dollar lækkað um eitt mark í Evrópu. Þar sem róazt hefur í Asíu eru auknar líkur á góðri hækkun fyrir jólin og ég býst við 3-5% hækkun í næstu viku," sagði sérfræðingur Daiwa Institute of Research. Þó varð 025% lækkun í London vegna upplýsinga um smásölu og atvinnu og lækkaði FTSE 100 vísitalan um 12,6 punkta í 5190,8, þar sem auknar líkur eru á vaxtahækkun vegna þess að atvinnulausir hafa ekki verið færri í 17 ár, eða 1,44 milljónir. Í Frankfurt varð 1,8% hækkun, en aðallega í framhaldi af hækkunum í tölvuviðskiptum eftir lokun á þriðjudag. Í París varð 0,7% lækkun eftir tæplega 3% hækkun á þriðjudag.