NOKKRAR lækkanir urðu á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Litlar breytingar urðu hins vegar á gengi hlutabréfavístölu VÞÍ sem lækkaði um 0,09%. Heildarviðskipti dagsins með hlutabréf námu tæplega 117 milljónum króna en þar af urðu tæplega 59 milljóna króna viðskipti á Opna tilboðsmarkaðnum.
ÐHlutabréfí sjávarút-
vegi lækka
NOKKRAR lækkanir urðu á gengi hlutabréfa í sjávarútvegsfyrirtækjum í viðskiptum á Verðbréfaþingi Íslands í gær. Litlar breytingar urðu hins vegar á gengi hlutabréfavístölu VÞÍ sem lækkaði um 0,09%. Heildarviðskipti dagsins með hlutabréf námu tæplega 117 milljónum króna en þar af urðu tæplega 59 milljóna króna viðskipti á Opna tilboðsmarkaðnum. Mestar hækkanir urðu á gengi hlutabréfa í Nýherja, 3%, og í Íslandsbanka tæp 2%.
Mest viðskipti áttu sér stað í gær með hlutabréf í Tryggingamiðstöðinni eða tæpar 57 milljónir króna að söluvirði. Gengi bréfanna lækkaði um 2,1%, í 21,05. Á Verðbréfaþingi lækkaði hlutabréfavísitala sjávarútvegs um 1%. Gengi hlutabréfa í HB lækkaði mest, eða um 4,5%. Gengi hlutabréfa í ÚA og Hraðfrystihúsi Eskifjarðar lækkaði um tæplega 3% og gengi hlutabréfa í Jökli lækkaði um liðlega 2%.