JÓN Sigurðsson stjórnaði fyrstu æfingu sinni hjá meistaraflokki KR í körfuknattleik í gærkvöldi og stýrir liðinu á móti Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Jón var ráðinn þjálfari liðsins til vors í stað Hrannars Hólm sem var leystur undan samningi í fyrrakvöld.
Jón Sigurðsson þjálfari KR

Skemmti-

legt og

spennandi

verkefni JÓN Sigurðsson stjórnaði fyrstu æfingu sinni hjá meistaraflokki KR í körfuknattleik í gærkvöldi og stýrir liðinu á móti Skallagrími í Borgarnesi í kvöld. Jón var ráðinn þjálfari liðsins til vors í stað Hrannars Hólm sem var leystur undan samningi í fyrrakvöld.

"Ég hef fylgst vel með þessu liði, þekki alla vel, meðal annars eru fimm menn í hópnum sem voru í unglingalandsliðinu sem ég þjálfaði fyrir nokkrum árum," sagði Jón við Morgunblaðið. "Vonandi náum við að bæta okkur þó ekki sé hægt að búast við kraftaverki á einni nóttu en verkefnið er skemmtilegt og spennandi."

Óskar Kristjánsson verður áfram í KR en eins og fram hefur komið hugleiddi hann að skipta yfir í Grindavík. "Ég er feginn að hann skipti ekki því hugur hans er vestur í bæ," sagði Jón.