HUNDURINN Sesar, sem er tveggja ára enskur veiðihundur, fór í sína árlegu jólaklippingu í gær. Snyrtur var á honum allur felldurinn með rafmagnsklippum á sérstakri hundasnyrtistofu. Að klippingu aflokinni var Sesar settur í jólabaðið og lét hann sér meðferðina vel líka. Og Sesar minnir okkur á að nú fer hver að verða síðastur að fara í jólaklippinguna.
Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaklippingin
HUNDURINN Sesar, sem er tveggja ára enskur
veiðihundur, fór í sína árlegu jólaklippingu í gær. Snyrtur var á honum allur felldurinn með rafmagnsklippum á sérstakri hundasnyrtistofu. Að klippingu aflokinni var Sesar settur í jólabaðið og lét hann sér meðferðina vel líka. Og Sesar minnir okkur á að nú fer hver að verða síðastur að fara í jólaklippinguna.