FLUGVÉL frá Úkraínu með 73 menn innanborðs, hvarf af radarskjám þegar hún var að koma inn til lendingar í Norður-Grikklandi í gærkvöldi. Vélin var að koma frá Kiev með 65 farþega og átta manna áhöfn og var um 15 km frá flugbrautinni er hún hvarf. Fjölmennt björgunarlið var sent á staðinn til að leita að vélinni en mikill vindur var á þessum slóðum í gærkvöldi.
Flugvél
hvarfAþena. Reuters.
FLUGVÉL frá Úkraínu með 73 menn innanborðs, hvarf af radarskjám þegar hún var að koma inn til lendingar í Norður-Grikklandi í gærkvöldi.
Vélin var að koma frá Kiev með 65 farþega og átta manna áhöfn og var um 15 km frá flugbrautinni er hún hvarf.
Fjölmennt björgunarlið var sent á staðinn til að leita að vélinni en mikill vindur var á þessum slóðum í gærkvöldi. Tvennum sögum fer af því um hvers konar vél var að ræða en hún mun annað hvort vera af Jakolev- eða Tupolev-gerð.