Wuppertal vann lærisveina Alfreðs Gíslasonar í Hameln 29:27 á útivelli í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi og var Viggó Sigurðsson, þjálfari gestanna, mjög ánægður með árangur sinna manna. "Þetta eru áþekk lið en við byrjuðum vel, komumst í 10:3 og slógum þá út af laginu," sagði hann við Morgunblaðið.
HANDKNATTLEIKUR "Íslendingaliðið" Wuppertal sigraði í Hameln

Barátta og

sætur sigur Wuppertal vann lærisveina Al freðs Gíslasonar í Hameln 29:27 á útivelli í þýsku deildinni í handknattleik í gærkvöldi og var Viggó Sigurðsson, þjálfari gestanna, mjög ánægður með árangur sinna manna.

"Þetta eru áþekk lið en við byrjuðum vel, komumst í 10:3 og slógum þá út af laginu," sagði hann við Morgunblaðið. "Baráttan hjá okkur var mjög góð og sigurinn ekki aðeins sætur heldur verðskuldaður."

Ólafur Stefánsson var tekinn úr umferð lengst af en gerði engu að síður 6 mörk fyrir Wuppertal, þar af eitt úr vítakasti. Stig Rasch var með 8/2 mörk, Frakkinn Rolf Praty 5, Dimitri Filippow 5, Tollefsen 3 og Geir Sveinsson 2 mörk. "Strákarnir voru mjög góðir," sagði Viggó. "Geir var rosalegur í vörn og sókn, Rasch óstöðvandi og nýi Frakkinn frábær."

Konráð Olavson og félagar í Niederw¨urzbach fengu Flensburg í heimsókn og fögnuðu sigri en liðum annarra Íslendinga gekk ekki eins vel. Róbert Sighvatsson og samherjar í Dormagen töpuðu fyrir Gummersbach og eru í neðsta sæti. Patrekur Jóhannesson og félagar í Essen töpuðu í Minden og eru í fallsæti og Róbert Duranona mátti sætta sig við að tapa með Eisenach í Kiel. "Mesta athygli vekur að Grosswallstadt var átta mörkum yfir þegar 10 mínútur voru eftir í Magdeburg en liðin gerðu jafntefli," sagði Viggó.

»Úrslit/C2

Staðan/C2