Bayern M¨unchen tók á móti Leverkusen í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gærkvöldi, vann 2:0 og leikur í undanúrslitum í fyrsta sinn í 11 ár. Hitastigið var við frostmark og voru aðeins um 12.000 áhorfendur á ólympíuleikvanginum í M¨unchen.
KNATTSPYRNA

Bayern í

undanúrslit Bayern M¨unchen tók á móti Leverkusen í átta liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gærkvöldi, vann 2:0 og leikur í undanúrslitum í fyrsta sinn í 11 ár.

Hitastigið var við frostmark og voru aðeins um 12.000 áhorfendur á ólympíuleikvanginum í M¨unchen. Þýskalandsmeistararnir höfðu mikla yfirburði allan leikinn en Christian Nerlinger braut ísinn skömmu fyrir hlé og Giovane Elber innsiglaði sigurinn stundarfjórðungi fyrir leikslok.

"Við lékum vel, einkum í fyrri hálfleik," sagði Giovanni Trapattoni, þjálfari Bayern. "Við fengum tækifæri til að gera enn fleiri mörk ­ Elber gat gert þrjú til viðbótar."

Bayern leikur í undanúrslitum ásamt Stuttgart, MSV Duisburg og Eintracht Trier, sem er í 3. deild.