MAÐUR missti stjórn á bíl sínum þegar hross hljóp skyndilega út veginn í Ölfusi í gær. Bíllinn lenti út af veginum og valt. Tvennt var í bílnum og var farþeginn fluttur á slysadeild í Reykjavík til rannsóknar. Bíllinn var óökufær og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með kranabíl.
Bílvelta í Ölfusi

MAÐUR missti stjórn á bíl sínum þegar hross hljóp skyndilega út veginn í Ölfusi í gær. Bíllinn lenti út af veginum og valt. Tvennt var í bílnum og var farþeginn fluttur á slysadeild í Reykjavík til rannsóknar. Bíllinn var óökufær og þurfti að fjarlægja hann af vettvangi með kranabíl.