Derby
hélt
hreinu
Derby gerði markalaust jafntefli
í Newcastle í gærkvöldi og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt gerist í liðnum fimm útileikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni.
Aðstæður voru vægast sagt slæmar, kalt og erfitt að leika knattspyrnu enda leikurinn eftir því. Heimamenn voru slakir og áttu varla almennilegt markskot en fyrir vikið átti Mart Poom náðugan dag í marki gestanna.
Ítalski miðjumaðurinn Stefano Eranio lenti í samstuði við belgíska varnarmanninn Philippe Albert 10 mínútum fyrir leikslok og voru báðir bókaðir. Þar með fékk Eranio gult spjald öðru sinni í leiknum og var vikið af velli en þó Derby væri einum undir tókst Newcastle ekki að nýta sér liðsmuninn.
Derby er í sjöunda sæti með 28 stig eins og Liverpool en lakari markatölu og Newcastle er í níunda sæti.