VOPNAÐUR maður tók u.þ.b. 20 börn í gíslingu á leikskóla í úthverfi Dallas í Bandaríkjunum í gær. Maðurinn var á flótta undan lögreglu eftir bankarán er hann hljóp inn á leikskólann. Hann sleppti fljótlega leikskólakennurum og hluta barnanna en hélt um 20 börnum eftir sem gíslum. Lögregla umkringdi húsið strax og hóf fljótlega samningaviðræður við manninn.
Tók 20 börn
í gíslinguDallas. Reuters.
VOPNAÐUR maður tók u.þ.b. 20 börn í gíslingu á leikskóla í úthverfi Dallas í Bandaríkjunum í gær.
Maðurinn var á flótta undan lögreglu eftir bankarán er hann hljóp inn á leikskólann. Hann sleppti fljótlega leikskólakennurum og hluta barnanna en hélt um 20 börnum eftir sem gíslum. Lögregla umkringdi húsið strax og hóf fljótlega samningaviðræður við manninn. Áhyggjufullir foreldrar og nágrannar söfnuðust saman í nágrenninu og sameinuðust margir þeirra í bæn fyrir velferð barnanna.