Hornafirði - Efnalaug Dóru á Hornafirði flutti nú á dögunum í nýtt húsnæði við aðalgötu bæjarins. Halldóra Ingólfsdóttir og Einar Karlsson hafa átt efnalaugina í tvö ár og hefur rekstur hennar gengið vel en húsnæðið sem hýsti starfsemina var orðið of lítið og réðust þau því í byggingu nýs húss.

Efnalaug-

in á Höfn

í nýtt

húsnæði Hornafirði - Efnalaug Dóru á Hornafirði flutti nú á dögunum í nýtt húsnæði við aðalgötu bæjarins. Halldóra Ingólfsdóttir og Einar Karlsson hafa átt efnalaugina í tvö ár og hefur rekstur hennar gengið vel en húsnæðið sem hýsti starfsemina var orðið of lítið og réðust þau því í byggingu nýs húss. Með flutningnum hafa þau bætt þó nokkru við tækjakost sinn og hafa þau nú leyfi til að taka inn í efnalaugina verkefni frá matvælavinnslu sem hefur EB útflutningsleyfi svo sem sláturhúsi KASK og fiskvinnsluhúsum staðarins.

Morgunblaðið/Sigrún Sveinbjörnsdóttir HJÓNIN Halldóra Ingólfsdóttir og Einar Karlsson í nýja húsnæðinu