NÝLEGA opnaði Veitingahúsið Nings nýjan stað í Miðjunni svonefndu í Kópavogi, að Hlíðarsmára 12. Nings hefur rekið veitingastað á Suðurlandsbraut 6 sl. sjö ár og verður hann opinn áfram. Veitingahúsið Nings leggur aðaláherslu á austurlenskan mat og þá fyrst og fremst kínverskan. Á matseðlinum eru yfir 50 réttir. Bjarni Óskarsson veitingamaður rekur báða staðina ásamt öðrum.
Nings opnað í KópavogiNÝLEGA opnaði Veitingahúsið Nings nýjan stað í Miðjunni svonefndu í Kópavogi, að Hlíðarsmára 12. Nings hefur rekið veitingastað á Suðurlandsbraut 6 sl. sjö ár og verður hann opinn áfram.
Veitingahúsið Nings leggur aðaláherslu á austurlenskan mat og þá fyrst og fremst kínverskan. Á matseðlinum eru yfir 50 réttir. Bjarni Óskarsson veitingamaður rekur báða staðina ásamt öðrum. Hann segir að áhersla sé lögð á að vera ætíð með ferskt hráefni. Báðir veitingastaðirnir taka um 50 manns í sæti og boðið er upp á vínveitingar.
Að sögn Bjarna er heimsendingaþjónusta staðanna mikið notuð, en hún er ókeypis. Afgreiðslutími beggja staðanna er sá sami, frá klukkan 11.30 til 22 alla daga.
Morgunblaðið/Þorkell HJÓNIN Bjarni Óskarsson og Hrafnhildur Ingimarsdóttir í hinum nýja veitingastað í Kópavogi.