GILFÉLAGIÐ á Akureyri efndi til aðventukvölds í Deiglunni á dögunum og var fjölmenni. Gerðu menn sér glaðan dag yfir góðri dagskrá, en meðal annars komu félagar úr Leikfélagi Akureyrar í heimsókn og kynntu jólaverkefnið, Á ferð með frú Daisy, og Þráinn Karlsson leikari las sögu á jólalegum nótum.

Gilfélagar gleðjast

GILFÉLAGIÐ á Akureyri efndi til aðventukvölds í Deiglunni á dögunum og var fjölmenni. Gerðu menn sér glaðan dag yfir góðri dagskrá, en meðal annars komu félagar úr Leikfélagi Akureyrar í heimsókn og kynntu jólaverkefnið, Á ferð með frú Daisy, og Þráinn Karlsson leikari las sögu á jólalegum nótum.

NÝKJÖRINN formaður Gilfélagsins, Þórgnýr Dýrfjörð sitjandi við borð ásamt eiginkonu sinni, Aðalheiði Hreiðarsdóttur, en Sölvi Ingólfsson virðist vera að ganga kring um jólatréð.

PEDRO Riba, Valdís Viðars, Sólveig Baldursdóttir og Aðalheiður Steingrímsdóttir.

Morgunblaðið/Hrefna Harðardóttir JÓN Rafnsson, bassi, og Snorri Guðvarðarson, gítar, spiluðu undir fjöldasöng sem Jón Hlöðver Áskelsson stjórnaði.