LEIKSTJÓRINN Martin Scorsese stillti sér upp með þremur ungum leikurum sem leika Dalai Lama á mismunandi aldri í nýjustu mynd hans, "Kundun", sem fjallar um líf þessa fræga leiðtoga Tíbetmunka. Myndin var frumsýnd í New York í vikunni en athygli vakti að engin hefðbundin Hollywood-stjarna leikur í henni.
Scorsese
frumsýnirLEIKSTJÓRINN Martin Scorsese stillti sér upp með þremur ungum leikurum sem leika Dalai Lama á mismunandi aldri í nýjustu mynd hans, "Kundun", sem fjallar um líf þessa fræga leiðtoga Tíbetmunka. Myndin var frumsýnd í New York í vikunni en athygli vakti að engin hefðbundin Hollywood-stjarna leikur í henni. Ungu mennirnir þrír sem leika Dalai Lama eru allir flóttamenn frá Tíbet og höfðu enga leikreynslu áður en þeir unnu undir stjórn þessa þekkta leikstjóra. Í myndinni er rakin saga Dalai Lama þar til hann flúði til Indlands árið 1959 þar sem hann hefur verið leiðtogi þjóðar sinnar síðan.
Af Scorsese er það annars að frétta að Bond-leikarinn Pierce Brosnan hitti leikstjórann nýlega í boði og spurði hvort hann gæti hugsað sér að leikstýra mynd um njósnarann fræga. Scorsese svaraði engu en virtist ekki afhuga verkefninu og því aldrei að vita hvað verður.
TENZIN Thuthop, Gyurme Tethon, leikstjórinn Martin Scorsese og Tulku Jamyang Kunga Tenzin á frumsýningu "Kundun" í New York.