Sigurður Freysteinsson
Með þessum orðum viljum við
kveðja samnemanda okkar og félaga, Sigurð Freysteinsson.
Fátt er um orð á stundu sem þessari. Óréttlæti lífsins birtist okkur í sinni verstu mynd þegar ungur maður á besta aldri fellur frá. Eftir stöndum við hljóð.
Þau okkar sem fengu tækifæri til að kynnast Sigurði fundu í honum greindan mann og skemmtilegan. Hann lét lítið yfir sér en bjó yfir miklum fróðleik og munum við sakna sárt áhugaverðra viðræðna við hann.
Hann hvíli í friði.
Fölblátt
eins og silki
fljótið
í farvegi sínum.
Líkt og draumur
sem birtist
hverfur það mér.
Í leiðslu ég stari
í straum þess
og finn
hvernig ævi mín
hverfist í fljótið
sem fellur fram
eins og fölblátt silki
líkt og draumur
sem birtist
og hverfur.
(Þuríður Guðmundsdóttir.) Við vottum fjölskyldu hans og aðstandendum okkar dýpstu samúð.
Nemendur í tölvunarfræðum við Háskóla Íslands.