Halldór Kristinn Jónsson
Nú er hann kæri Halldór minn
búinn að fá frið, eftir löng ár án samskipta við umheiminn.
Þau móðir mín giftust fyrir rúmum þrjátíu árum, og var ánægjulegt að hafa Halldór í fjölskyldunni. Halldór var harðduglegur maður sem féll aldrei verk úr hendi, og var sífellt að dytta að hlutunum. Minnisstætt er hvernig hann með eljusemi ræktaði upp fallegan garð við húsið þeirra við Sörlaskjól, en því hafði ávallt verið haldið fram að ekki væri hægt að rækta tré svona nálægt sjónum. Halldór byggði skemmtilegan sumarbústað við Þingvallavatn sem einnig státaði af fallegum garði, og þar undi hann sér vel.
Þau bjuggu allan sinn búskap við Sörlaskjól, þar til Halldór fór á hjúkrunarheimili vegna Alzheimersjúkdóms.
Ég þakka Halldóri samfylgdina og bið Guð að vernda hann.
Auðbjörg Helgadóttir.