VALBORG ELÍSABET
HERMANNSDÓTTIR
Valborg fæddist á Glitstöðum í Norðurárdal hinn 22. nóvember 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur að morgni föstudagsins 12. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ragnheiður Gísladóttir og Hermann Þórðarson, bóndi og kennari, og ólst Valborg upp á Glitstöðum og á Sigmundarstöðum í Þverárhlíð til þrettán ára aldurs, en fluttist þá með fjölskyldu sinni til Reykjavíkur. Valborg eignaðist sjö alsystkini og eru tvö þeirra nú á lífi: Unnur, f. 27.7. 1912, d. 24.11. 1994, kennari, gift Hans Guðnasyni, bónda á Hjalla í Kjós; Svavar, f. 16.1. 1914, d. 30.3. 1980, efnaverkfræðingur, kvæntur Ursulu Funck; Gísli, f. 28.2. 1916, d. 8.1. 1983, vélaverkfræðingur, kvæntur Betty Epelmann, Guðrún, f. 1.5. 1918, kennari, gift Alfreð Kristjánssyni, Vigdís, f. 12.7. 1920, d. 8.11. 1984, kennari, Ragnar, f. 17.1. 1922, d. 15.12. 1992, cand.ing. chemie, Ragnheiður, f. 24.12. 1927. Valborg eignaðist tvö hálfsystkini, samfeðra: Jón, f. 12.8. 1924, og Ester Mörtu, f. 23.3. 1928, d. 26.1. 1990. Valborg lauk prófi frá Gagnfræðaskóla Ingimars 1939, var í vist hjá Mörtu Indriðadóttur Kalman, en fluttist haustið 1940 til Jóns Blöndals, hagfræðings og konu hans, Victoríu Blöndal Guðmundsdóttur, sem styrktu hana til náms. Hún lauk stúdentsprófi úr máladeild MR vorið 1944 og úr stærðfræðideild ári seinna, lauk fyrri hluta prófi í lyfjafræði 1948, stundaði síðan framhaldsnám í lyfjafræði við Danmarks farmaceutiske Højskole og lauk þaðan prófi 1952. Valborg starfaði í Laugavegsapóteki 1952 til 1955, en hélt þá til Austurlanda til skólabróður síns og unnusta Kurts Stenager, lyfjafræðings, sem veitti forstöðu tveimur lyfjafyrirtækjum, Austur-Asíufélaginu DUMEX og ICI. Valborg og Kurt giftu sig 17. júní 1955 í Penang og stofnuðu heimili í Bangkok í Tælandi, bjuggu í Djakarta í Indónesíu 19581960 og aftur í Bangkok til 1969 er þau fluttu til Danmerkur. Þar bjó Valborg til 1991 er hún flutti heim til Íslands. Eiginmaður Valborgar, Kurt Stenager, lyfjafræðingur, fæddist 1.6. 1929. Þau skildu. Foreldrar hans voru Anders Jakobsen, verslunarmaður í Randers og kona hans, Marte Jakobsen. Valborg og Kurt tóku tvo kjörsyni: 1) Peter Stenager, f. 14.12. 1964. Eiginkona hans er Anja Lykke Andersen og eiga þau dótturina Liv. 2) Jón Blöndal Arne Stenager, f. 3.12. 1967. Þeir eru búsettir í Danmörku. Útför Valborgar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.