HALLDÓR KRISTINN
JÓNSSON
Halldór Kristinn Jónsson fæddist í Sandgerði 12. ágúst 1913. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðný Vilhjálmsdóttir og Jón Árnason. Hinn 26. apríl 1941 kvæntist Halldór Ingunni Elíasdóttur, f. 27.9. 1914, d 2.9. 1961. Börn þeirra eru: 1) Kolbrún, f. 28.10. 1941, gift Guðmundi R. Jónssyni, og eiga þau fjögur börn: Inga Dóra, f. 24.12. 1960, gift Snorra Torfasyni, þau eiga þrjú börn, Elías f. 14.2. 1964, kvæntur Öldu Rós Ólafsdóttir, þau eiga þrjú börn, Jón Þór, f. 15.11. 1968, í sambúð með Kolbrúnu Sigurðardóttur, þau eiga eitt barn, Hafdís Mjöll, f. 6.2. 1974, í sambúð með Róberti Ericssyni, Hafdís á dóttur. 2) Elías, f. 25.5. 1946, d. 13.10. 1959. 3) Guðný, f. 13.2. 1956, gift Guðbrandi Kristni Jónassyni, þau eiga tvö börn: Ingunni, f. 9.7. 1978 og Jónas Kristin, f. 20.8. 1982. Halldór kvæntist seinni konu sinni Gíslínu Þóru Jónsdóttur 14.2. 1966. Útför Halldórs fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.