SIGURÐUR FREYSTEINSSON

Sigurður Freysteinsson var fæddur 19. mars 1966 á Selfossi. Hann lést mánudaginn 8. desember 1997. Foreldrar hans eru Ingibjörg S. Sveinsdóttir, lyfjafræðingur, f. 24.1. 1942, og Freysteinn Sigurðsson, jarðfræðingur, f. 4.6. 1941. Systkini Sigurðar eru Gunnar, skógfræðingur, f. 27.4. 1970, og Ragnhildur, háskólanemi, f. 5.3. 1975. Sigurður varð stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi 1985. Hann stundaði háskólanám með hléum og var langt kominn með nám í tölvunarfræði þegar hann lést. Sigurður var ókvæntur og barnlaus. Útför Sigurðar fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30.