SIGURVEIG BJÖRNSDÓTTIR
Sigurveig Björnsdóttir
fæddist á Knarrarstöðum í Jökuldal 7. júní 1899. Hún lést á Droplaugarstöðum 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Sveinsdóttir fædd 9. mars 1874, d. 16. febrúar 1947 og Björn Sigurðsson, f. 14. júlí 1886, d. 17. febrúar 1950. Sigurveig flutti að Hrappsstöðum í Vopnafirði og ólst þar upp. Hún átti einn bróður, Karl, er lést 14. nóvember 1968. Sigurveig giftist 6. október 1928 Magnúsi Jónassyni, f. á Völlum á Kjalarnesi 11. apríl 1888, d. 10. janúar 1971. Þau fluttu til Reykjavíkur árið 1959 á Snorrabraut 83. Þau eignuðust eina dóttur, Rannveigu, sem giftist Hjálmari Gunnari Steindórssyni, hann lést 17. maí 1997. Útför Sigurveigar fór fram frá Lágafellskirkju 7. júlí.