Sigurveig Björnsdóttir
Elsku mamma mín, ég skrifa
þetta til að kveðja þig og þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig alla tíð og okkur Hjálmar í seinni tíð, aldrei brást þú okkur.
Ég kveð þig með söknuð í huga, elsku mamma mín, þennan sálm sendi ég þér:
Nú legg ég augun aftur.
Ó Guð þinn náðarkraftur
mín veri vörn í nótt.
Æ virst mig að þér taka
mér yfir láttu vaka
þinn engil svo ég sofi rótt
Þín dóttir
Rannveig Magnúsdóttir.