FINNBOGI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON

Finnbogi Ásgeir Ásgeirsson fæddist í Reykjavík 27. febrúar 1945. Hann lést 8. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ásgeir Bjarnason frá Húsavík, f. 10. júní 1910, d. 13. apríl 1978, og Rósa Jórunn Finnbogadóttir, f. 27. september 1914, d. 28. október 1994. Systkini Finnboga eru Bjarni Benedikt og Sesselja Þórdís. Finnbogi kvæntist hinn 5. mars 1966 Eddu Valgarðsdóttur f. 1. desember 1944. Börn Finnboga og Eddu eru: 1) Elín, f. 3. júlí 1965, maki Daníel Guðmundsson, f. 25. október 1966. Börn þeirra: Tinna, Hildur Edda, Daníel Guðmundur og Rósa Jórunn. 2) Þórarinn, f. 24. apríl 1968, sambýliskona hans er Marta Þyri Gunndórsdóttir, f. 26. desember 1968. Sonur þeirra er Victor. Dóttir Þórarins er Sandra Líf. 3) Finnbogi Ásgeir, f. 27. janúar 1979. 4) Valgarður, f. 15. maí 1981. Finnbogi starfaði lengst af hjá Sveini Egilssyni hf og seinna við eigin rekstur. Útför Finnboga Ásgeirs fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.