Sigríður Árnadóttir
Elsku Sigga mín! Í kvöld (11.
desember) fékk ég fréttir frá Íslandi um að þú værir dáin. Ég veit ekkert um hvað gerðist eða hvenær og ég skil ekki neitt. Þú varst oft í huga mínum hér í Noregi, þú kenndir mér svo margt. Ég var farin að hlakka til að hitta þig um jólin, var alveg ákveðin í að koma í heimsókn til þín. Silja og Snorri ætluðu að koma með og hitta þig. Þú varst vinkona mín, Sigga, ég mun sakna þín.
Saknaðarkveðjur,
Kristiina.