Ragnar Ottó Arinbjarnar
Nokkur kveðjuorð um Ragnar
Arinbjarnar sem var læknirinn minn og fjölskyldu minnar til margra ára eða síðan 1963 og var hann þá með læknastofu sína í Aðalstræti 16. Ljúfmennska hans, létt lund og spaugsemi hitti vel í mark hjá sjúklingi. Læknir góður var hann og athugull, ef hann hafði minnsta grun um að eitthvað meiriháttar væri að sendi hann sjúkling sinn til þess sérfræðings er við átti og pantaði sjálfur tíma fyrir sjúklinginn. Ég vil þakka honum fyrir öll árin, ég á sannarlega eftir að sakna hans sem læknis míns.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
(V. Briem.) Innilegar samúðarkveðjur til fjölskyldu hans.
Eyja Pálína.