Sigurður Freysteinsson
Með nokkrum orðum viljum við
kveðja fyrrum félaga okkar og samnemanda, Sigurð Freysteinsson. Sigurður hóf nám með okkur í eðlisfræði haustið 1993 en skipti síðar yfir í tölvunarfræði. Hann var metnaðarfullur námsmaður og gerði miklar kröfur til sjálfs sín. Sigurður lét sig þó ekki vanta í félagslífið og minnumst við margra góðra stunda í félagsskap Sigurðar.
Við sendum foreldrum og systkinum Sigurðar innilegar samúðarkveðjur.
Fyrrum samnemendur í eðlisfræði við HÍ.