KOMINN er á markað nikótínfrír úði fyrir þá sem vilja ná tökum á tóbaksfíkninni. Úðinn er framleiddur í Noregi og hefur fengið samþykki Lyfjaeftirlits ríkisins hér á landi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu i&d segir að í úðanum séu virk efni sem eiga að draga úr tóbakslöngun og létta á fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt auk þess sem efni í úðanum er ætlað að draga úr hungurtilfinningu.
Nýtt Nikótínfrír úði

KOMINN er á markað nikótínfrír úði fyrir þá sem vilja ná tökum á tóbaksfíkninni. Úðinn er framleiddur í Noregi og hefur fengið samþykki Lyfjaeftirlits ríkisins hér á landi. Í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu i&d segir að í úðanum séu virk efni sem eiga að draga úr tóbakslöngun og létta á fráhvarfseinkennum þegar reykingum er hætt auk þess sem efni í úðanum er ætlað að draga úr hungurtilfinningu.

Úðinn sem ber heitið Stop smoking er náttúruafurð án eiturefna og fæst hann í apótekum.