Dýrin heilla Selfossi-Dýragarðurinn í Laugarási, Biskupstungum, var opnaður á dögunum við hrifningu yngri kynslóðarinnar. Starfsemin hefur verið vaxandi seinustu ár og er nú meðal vinsælla áningarstaða innlendra ferðamanna á Suðurlandi.


Dýrin heilla

Selfossi - Dýragarðurinn í Laugarási, Biskupstungum, var opnaður á dögunum við hrifningu yngri kynslóðarinnar. Starfsemin hefur verið vaxandi seinustu ár og er nú meðal vinsælla áningarstaða innlendra ferðamanna á Suðurlandi. Börnin eru sérstaklega hrifin af dýrunum í garðinum enda kennir þar ýmissa grasa. Þarna má finna kanínu, ketti, hunda, kindur, hænur, kalkúna, geitur og kálfa. Kalli kanína er vinsæll hjá börnunum enda er hann sérstaklega spakur og barngóður, sem og flest dýrin í garðinum enda vön því að umgangast mannfólkið. Dýragarðurinn er opinn í allt sumar fyrir gesti og gangandi. Morgunblaðið/Sig. Fannar DÝRIN una hag sínum vel í Dýragarðinum í Laugarási.