Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Skógarfoss, Guðbjörg ÍS, Snorri Sturluson, Viðey, Siglir og Mælifell. Hanse Duo kom inn og fór aftur út og inn komu Örfirisey og Edinburgh Castle. Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór út Hanse Duo og Sléttbakur fór á veiðar.
Í dag er fimmtudagur 11. júní, 162. dagur ársins 1998. Orð dagsins: Og það skal verða á hinum síðustu dögum, að fjall það, er hús Drottins stendur á, mun grundvallað verða á fjallatindi og gnæfa upp yfir hæðirnar, og þangað munu lýðirnir streyma.

(Míka 4, 1.)

Skipin

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru út Skógarfoss, Guðbjörg ÍS, Snorri Sturluson, Viðey, Siglir og Mælifell. Hanse Duo kom inn og fór aftur út og inn komu Örfirisey og Edinburgh Castle.



Hafnarfjarðarhöfn: Í gær fór út Hanse Duo og Sléttbakur fór á veiðar.



Fréttir

Ný dögun, Sigtúni 7. Símatími er á fimmtudögum kl. 18­20 í s. 557 4811 og má lesa skilaboð inn á símsvara utan símatíma. Símsvörun er í höndum fólks sem reynslu hefur af missi ástvina.

Félag frímerkjasafnara. Opið hús alla laugardaga kl. 13.30­17 nema fyrir stórhátíðir. Þar geta menn fræðst um frímerki og söfnun þeirra. Eins liggja þar frammi helstu verðlistar og handbækur um frímerki.

Mannamót

Árskógar 4. Kl. 10.15 leikfimi, kl. 9­12.30 handavinna, kl. 13­16.30 smíðar, kl. 13­16.30 fatasaumur.

Hraunbær 105. Kl. 9 fótaaðgerðir, kl. 9­16.30 bútasaumur, kl. 9.30­10.30 boccia, kl. 12­13 hádegismatur, kl. 14­16 félagsvist. Verðlaun og veitingar.

Hvassaleiti 56­58. Kl. 9 böðun, fótaaðgerðir, og hárgreiðsla, kl. 13 fjölbreytt handavinna, kl. 10 boccia, kl. 14 félagsvist.

Langahlíð 3. Kl. 11.20 leikfimi, kl. 13­17 handavinna og föndur, kl. 15 dans. "Opið hús". Spilað alla föstudaga kl. 13­17. Kaffiveitingar.

Norðurbrún 1. Kl. 9­16.45 útskurður, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 14.30 kaffi.

Vesturgata 7. Kl. 9 kaffi, böðun, fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl. 9.15 almenn handavinna, kl. 11.45 hádegismatur, kl. 13 leikfimi, kl. 14.30 kaffiveitingar.

Vitatorg. Kl. 9 og smiðjan kl. 9.30 stund með Þórdísi, kl. 10­15 handmennt almenn, kl. 10 boccia, kl. 11.45 hádegismatur, kl. 13 frjáls spilamennska, kl. 13.30 bókband, kl. 14 létt leikfimi, kl. 14.45 kaffi.

Orlofsnefnd húsmæðra Hafnarfirði, vegna forfalla eru nokkur sæti laus til Hafnar í Hornafirði 19.­22. júní. Upplýsingar eftir kl. 17 í síma 555 1356, Sigrún.

Furugerði 1. Í dag kl. 9 aðstoð við böðun, hárgreiðsla og fótaaðgerðir, kl. 9.45 verslunarferð í Austurver, kl. 12 hádegismatur, kl. 13.30 boccia, kl. 15 kaffiveitingar.

Brúðubíllinn verður við Fífusel kl. 10 í dag og við Árbæjarsafn kl. 14 í dag.

Vitatorg ­ Hraunbær. Jónsmessuferð verður farin miðvikudaginn 24. júní. Farið verður að Skógum, safnið og nývígð kirkjan skoðuð. Verð kr. 2.000. Léttur hádegisverður innifalinn. Leiðsögumaður er Anna Þrúður Þorkelsdóttir. Nánari upplýsingar í símum 561 0300, Þórdís, og 587 2888, Andrea.

FEB, Þorraseli, Þorragötu 3. Opið frá kl. 13­17. Kl. 13 spilar bridsdeild FEB tvímenning. Kaffiveitingar frá kl. 15­16.

Heimilisiðnaðarfélag Íslands. Þjóðbúningadagar í Hornstofu dagana 11.­14. júní að Laufásvegi 2. Íslenskir þjóðbúningar verða kynntir með ýmsu móti. Námskeið kynnt á vegum Heimilisiðnaðarskólans. Opið verður fimmtudag og föstudag frá kl. 10­18, og laugardag og sunnudag frá kl. 12­18. Aðgangur ókeypis.

Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra efnir til "ratleiks" í Laugardalnum mánudaginn 15. júní kl. 14. Hefst hann við gróðurskálann. Allir velkomnir.

Gerðuberg, félagsstarf. Í dag kl. 10.30 helgistund. Valgerður Gísladóttir kynnir dvöl í Skálholti í sumar, umsjón hefur Guðlaug Ragnarsd. Frá hádegi vinnustofur og spilasalur opinn.

Minningarkort

Barnaspítali Hringsins. Upplýsingar um minningarkort Barnaspítala Hringsins fást hjá Kvenfélagi Hringsins í síma 551 4080.

Minningarkort Hvítabandsins fást í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31, s. 562 1581, hjá Kristínu Gísladóttur, s. 551 7193, og Elínu Snorradóttur, s. 561 5622. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Minningarkort Barnadeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils.

Minningarkort Sjúkraliðafélags Íslands send frá skrifstofunni, Grensásvegi 16, Reykjavík. Opið virka daga kl. 9­17. S. 553 9494.

Minningarkort Barnauppeldissjóðs Thorvaldsensfélagsins eru seld hjá Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4. Sími 551 3509. Allur ágóði rennur til líknarmála.

Minningarkort Vinafélags Sjúkrahúss Reykjavíkur eru afgreidd í síma 525 1000 gegn heimsendingu gíróseðils.

Minningarspjöld Fríkirkjunnar í Hafnarfirði fást í Bókabúð Böðvars, Pennanum í Hafnarfirði og Blómabúðinni Burkna.

Samúðar- og heillaóskakort Gídeonfélagsins er að finna í sérstökum veggvösum í anddyrum flestra kirkna á landinu. Auk þess á skrifstofu Gídeonfélagsins, Vesturgötu 40, og í Kirkjuhúsinu, Laugavegi 31. Allur ágóði rennur til kaupa á Nýja testamentum og Biblíum. Nánari uppl. veitir Sigurbjörn Þorkelsson í síma 562 1870 (símsvari ef enginn er við).

Minningarkort Kristniboðssambandsins fást á aðalskrifstofu SÍK, KFUM og KFUK, Holtavegi 28 (gegnt Langholtsskóla) í Reykjavík. Opið kl. 10­17 virka daga, sími 588 8899.

Minningarkort Kvenfélagsins Hringsins í Hafnarfirði fást hjá blómabúðinni Burkna, hjá Sjöfn, s. 555 0104, og hjá Ernu, s. 565 0152 (gíróþjónusta).

Minningarkort Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna eru afgreidd í síma 588 7555 og 588 7559 á skrifstofutíma. Gíró- og kreditkortaþjónusta.