EIMSKIP hf. hefur aukið flutninga milli Nýfundnalands, Íslands og Evrópu á síðustu vikum, einkum flutninga með sjávarafurðir frá Nýfundnalandi á markaði í Evrópu, segir í frétt frá Eimskipafélagi Íslands. Fyrstu fimm mánuði þessa árs flutti Eimskip um 13% meira magn frá Nýfundnalandi en á sama tímabili í fyrra og útlit er fyrir áframhaldandi mikla flutninga á þessari leið á næstu mánuðum.
ÐEimskip eykur flutninga

frá Nýfundnalandi

EIMSKIP hf. hefur aukið flutninga milli Nýfundnalands, Íslands og Evrópu á síðustu vikum, einkum flutninga með sjávarafurðir frá Nýfundnalandi á markaði í Evrópu, segir í frétt frá Eimskipafélagi Íslands. Fyrstu fimm mánuði þessa árs flutti Eimskip um 13% meira magn frá Nýfundnalandi en á sama tímabili í fyrra og útlit er fyrir áframhaldandi mikla flutninga á þessari leið á næstu mánuðum.

"Þá hafa flutningar með frystiskipum Eimskips á milli Íslands, Norður-Ameríku, Eystrasaltsríkjanna og Noregs einnig aukist að undanförnu. Til að bregðast við þessari auknu eftirspurn hefur verið ákveðið að eitt skipa félagsins, Skógafoss, fari aukaferð í vikunni milli Kanada og Íslands. Í framhaldi af því verður metið hvort þörf sé á frekari siglingum skipsins til Kanada.

Þessa aukningu í flutningum til og frá Nýfundnalandi má einkum rekja til meiri rækjukvóta, en kvótinn fyrir Nýfundnaland og Labrador var aukinn á þessu ári um rúmlega 20 þúsund tonn, í 85 þúsund tonn alls. Sjávarútvegsfyrirtæki á Nýfundnalandi hafa brugðist við þessu með því að leggja meiri áherslu á uppbyggingu vinnslunnar í landi síðustu misseri og hafa m.a. fjárfest í nýjum rækjuverksmiðjum. Eimskip hefur annast flutninga á fjárfestingarvörum og tækjum til þessarar uppbyggingar, m.a. frá íslenskum framleiðendum.

Tvö skip Eimskips, Goðafoss og Hansewall, sinna áætlanaflutningum milli Íslands og Norður-Ameríku. Skipin fara frá Reykjavík annan hvern föstudag áleiðis til Argentia og Shelburne í Kanada, Boston/Everett, New York og Portsmouth/Norfolk," segir í fréttatilkynningu frá Eimskipi.