FERÐAFÉLAG Akureyrar fer í gönguferð á Þverbrekkuhnjúk í Öxnadal laugardaginn 13. júní. Þverbrekkuhnjúkur er 1142 metra yfir sjó, gnæfir í suðvestri yfir bænum Þverbrekku sem var vestan ár í Öxnadal, nokkru fyrir framan Hóla. Þverbrekka, sem nú er í eyði, var fyrrum bænhússetur og þar bjó Víga-Glúmur síðustu ár ævi sinnar. Leiðsögumaður í þessari gönguferð er Bjarni Guðleifsson.
Ferðafélag Akureyrar í nýtt húsnæði Gönguferð á Þverbrekkuhnjúk

FERÐAFÉLAG Akureyrar fer í gönguferð á Þverbrekkuhnjúk í Öxnadal laugardaginn 13. júní. Þverbrekkuhnjúkur er 1142 metra yfir sjó, gnæfir í suðvestri yfir bænum Þverbrekku sem var vestan ár í Öxnadal, nokkru fyrir framan Hóla.

Þverbrekka, sem nú er í eyði, var fyrrum bænhússetur og þar bjó Víga-Glúmur síðustu ár ævi sinnar. Leiðsögumaður í þessari gönguferð er Bjarni Guðleifsson.

Ferðafélag Akureyrar hefur flutt starfsemi sína í nýtt og glæsilegt húsnæði að Strandgötu 23, skrifstofan er opin alla virka daga milli kl. 16 og 19. Þar eru veittar upplýsingar um ferðir félagsins ásamt skráningu í þær. Síminn er 462-2720.