KOLBEINN Óttarsson Proppé var einróma kosinn formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík á aðalfundi félagsins sem haldinn var á laugardaginn var. Kolbeinn lauk nýverið BA-prófi í sagnfræði og er 25 ára að aldri. Talsverð breyting varð á stjórninni. Gestur Ásólfsson lét nú af formennsku eftir þriggja ára feril. Voru honum þökkuð farsæl störf í formennsku félagsins, segir í fréttatilkynningu.
Kjörinn formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík

KOLBEINN Óttarsson Proppé var einróma kosinn formaður Alþýðubandalagsins í Reykjavík á aðalfundi félagsins sem haldinn var á laugardaginn var. Kolbeinn lauk nýverið BA-prófi í sagnfræði og er 25 ára að aldri.

Talsverð breyting varð á stjórninni. Gestur Ásólfsson lét nú af formennsku eftir þriggja ára feril. Voru honum þökkuð farsæl störf í formennsku félagsins, segir í fréttatilkynningu. Alþýðubandalagið í Reykjavík er stærsta flokksfélag Alþýðubandalagsins.

Auk Kolbeins sitja í stjórninni: Ármann Jakobsson, Garðar Mýrdal, Guðný Magnúsdóttir, Hafþór Ragnarsson, Sigþrúður Gunnarsdóttir og Sjöfn Kristjánsdóttir. Varamenn í stjórn eru Gestur Ásólfsson, Nanna Rögnvaldsdóttir og Steingrímur Ólafsson.