VILLI spæta eða "Woody Woodpecker" kemst bráðum aftur á flug hjá Universal-kvikmyndaverinu eftir að tæplega tuttugu ár eru liðin frá því síðasta teiknimynd var gerð með fuglinum bísperrta. Til stendur að gera nýjar og "ferskar" teiknimyndir með Villa spætu, sem kominn er hátt á sextugsaldur, og verður þáttaröðin frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í haust.
Villi spæta

aftur á flug

VILLI spæta eða "Woody Woodpecker" kemst bráðum aftur á flug hjá Universal-kvikmyndaverinu eftir að tæplega tuttugu ár eru liðin frá því síðasta teiknimynd var gerð með fuglinum bísperrta.

Til stendur að gera nýjar og "ferskar" teiknimyndir með Villa spætu, sem kominn er hátt á sextugsaldur, og verður þáttaröðin frumsýnd í bandarísku sjónvarpi í haust. Spætan hláturmilda ætti því að geta glatt nýja kynslóð og mun Emmy-verðlaunahafinn Bob Jaques, sem er þekktastur fyrir teiknimyndaröðina "The Ren and Stimpy Show", verða leikstjóri og framleiðandi. Honum til liðsinnis verður handritshöfundurinn Jim Gomez.

Margir af gömlum kunningjum og keppinautum Villa verða einnig í þáttunum, eins og Knothead og Wally Walrus. Billy West, sem hefur unnið að myndum á borð við "Space Jam" og "Ren and Stimpy" mun tala inn á fyrir Villa. Einnig munu tala inn á þættinga Mark Hamill úr Stjörnustríði, Tress Macneille úr Simpson-þáttunum og Nika Futterman úr "Suddenly Susan".