80. ÞING Stórstúku Íslands var háð í Reykjavík dagana 4.­6. júní sl. og hófst með Unglingaregluþingi fimmtudaginn 4. júní. Þann dag voru málefni barna og unglingastarfs til umræðu og lauk þeim fundi með ferð eldri og yngri þátttakenda í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Stórstúkuþing hófst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju þar sem sr.
80. þing Stórstúku Íslands

80. ÞING Stórstúku Íslands var háð í Reykjavík dagana 4.­6. júní sl. og hófst með Unglingaregluþingi fimmtudaginn 4. júní. Þann dag voru málefni barna og unglingastarfs til umræðu og lauk þeim fundi með ferð eldri og yngri þátttakenda í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinn í Laugardal. Stórstúkuþing hófst með guðsþjónustu í Hallgrímskirkju þar sem sr. Eðvarð Ingólfsson, prestur á Akranesi, predikaði en stórtemplarinn sr. Björn Jónsson þjónaði fyrir altari.

Þinghald var með hefðbundnum hætti þar sem afgreiddir voru reikningar, starfsáætlanir og ályktanir þingsins. Sérstök umfjöllun var um málefni barna- og unglingablaðanna Æskunnar og Smells ásamt bókaútgáfu Æskunnar. Samþykkt var tillaga um sérstaka stjórn fyrirtækisins og víðtæka áætlun um fjölgun áskrifenda blaðanna, segir í fréttatilkynningu.

Í tilefni þingsins voru við hátíðarkvöldverð eftirtaldir utanreglumenn heiðraðir fyrir stuðning sinn við Góðtemplararegluna og bindindis: Ólafur Ólafsson, landlæknir, Pétur Pétursson, þulur, Vala Flosadóttir, íþróttamaður, sr. Hjálmar Jónsson, alþingismaður, Guðrún Guðlaugsdóttir, blaðamaður, Snjólaug Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri og Kristín Sigfúsdóttir, hússtjórnarkennari á Akureyri.

Í lok þingsins þáðu þingfulltrúar boð borgarstjórnar Reykjavíkur í Höfða. Í framkvæmdanefnd Stórstúku Íslands fyrir næsta tveggja ára starfstímabil voru kjörin: Stórtemplar: Sr. Björn Jónsson, Akranesi, stórkanslari: Helga Seljan, framkvæmdastjóri Reykjavík, stórvaratemplar: Geirþrúður Kristjánsdóttir, skrifstofustjóri, Reykjavík, stórritari: Gunnar Þorláksson, skrifstofustjóri, stórfræðslustjóri: Hörður Pálsson, bakarameistari Akranesi, stórgjaldkeri: Sigurður Jörgensson, viðskiptafræðingur, Reykjavík, stórkapelán: Katrín Eyjólfsdóttir, skrifstofumaður Reykjavík, stórgæslumaður unglingastarfs: Lilja Harðardóttir, skrifstofumaður Reykjavík, stórgæslumaður ungmennastarfs: Guðlaugur Fr. Sigmundsson, framkvæmdastjóri Reykjavík, stórgæslumaður löggjafarstarfs: Árni Valur Viggósson, símaverkstjóri Akureyri, stórfregnritari: Valdór Bóasson, kennari Reykjavík og fyrrverandi stórtemplari: Hilmar Jónsson, rithöfundur, Keflavík.