INGA Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari heldur sýningu á ljósmyndum, textum og textílum í Listasafni Árnesinga á Selfossi, dagana 12.­28. júní og verður sýningin opnuð kl. 15.30 hinn 12. Ljósmyndirnar eru frá dvöl Ingu Margrétar þar sem hún var við störf á vegum Rauða kross Íslands í Mazar-i-Sharif, Kabúl og Kandahar.

Ljósmynd-

ir, textar og textílar frá Afganistan

INGA Margrét Róbertsdóttir sjúkraþjálfari heldur sýningu á ljósmyndum, textum og textílum í Listasafni Árnesinga á Selfossi, dagana 12.­28. júní og verður sýningin opnuð kl. 15.30 hinn 12.

Ljósmyndirnar eru frá dvöl Ingu Margrétar þar sem hún var við störf á vegum Rauða kross Íslands í Mazar-i-Sharif, Kabúl og Kandahar. Um er að ræða um 29 ljósmyndir, blaðaúrklippur, útsaumaða hatta og teppi úr bómull og silki. "Sýningin færir okkur inn í annan menningarheim en við eigum að venjast og kynnir almenningi það starf sem Alþjóðaráð Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinnur við erfiðar aðstæður," segir í kynningu.

Inga Margrét dvaldi í Afganistan frá 18. desember 1996 til 11. júní 1997. Þar stjórnaði hún ásamt breskum stoðtækjasmið gervilima- og endurhæfingarstöð í Mazar-i-Sharif með um 50 sjúkrarúmum og göngudeildarþjónustu.

Þetta er fyrsta sumarsýning listasafnsins. Opið verður frá kl. 14­17 alla daga nema mánudaga út ágústmánuð. Á sunnudögum kl. 16 mun Inga Margrét kynna gestum efni sýningarinnar.

Í Halldórssal er smáverk Ólafs Th. Ólafssonar "My beloved systir Guðrún" og einnig vasar, skúlptúrar og músíkmyndir Ólafs Þórs Ólafssonar ásamt sýnishorni af fastasöfnum og standa þessi verk uppi næstu tvær vikurnar.