RUPERT Murdoch, stjórnarformaður News Corp, hefur gert vararitstjóra New York Post, David Yelland, að ritstjóra æsifréttablaðsins Sun í London. Yelland tekur við af Stuart Higgins, sem "sagði af sér" og tekur við "hárri stöðu" hjá News Corp í London samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Talið er að Murdoch vilji færa Sun upp á æðra svið.
Murdoch maður frá Post til Sun

New York. Reuters.

RUPERT Murdoch, stjórnarformaður News Corp, hefur gert vararitstjóra New York Post , David Yelland, að ritstjóra æsifréttablaðsins Sun í London.

Yelland tekur við af Stuart Higgins, sem "sagði af sér" og tekur við "hárri stöðu" hjá News Corp í London samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu. Talið er að Murdoch vilji færa Sun upp á æðra svið.

Yelland fór til Post 1993 frá Sun , þar sem hann hafði verið viðskiptaritstjóri og síðan fréttaritari í New York. Yelland varð brátt viðskiptaritstjóri Post og vararitstjóri 1995. Hann er talinn dæmigerður Murdochmaður.

Tilfærsla Yellands er í samræmi við gamlan sið Murdochs að skipa ritstjóra Post í aðrar mikilvægar stöður hjá fyrirtækinu. Þótt Sun vegnaði vel undir stjórn Higgins er talið að Murdoch hafi fundizt hann fullgrófur.