OPIÐ hús verður í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Laufásvegi 2 dagana 11.­14. júní. Íslenskir þjóðbúningar verða kynntir með ýmsu móti. Frætt verður um ýmis vinnubrögð tengd þjóðbúningunum. Fimmtudag kl. 10­12 og föstudag kl. 13­15 verður sýnt hvernig sauðskinnsskór eru gerðir. Baldýring verður sýnd frá kl. 13 á laugardag og sunnudag. Alla daga verður kniplað á staðnum. Milli kl.

Þjóðbúningadagar í Hornstofu

OPIÐ hús verður í Hornstofu Heimilisiðnaðarfélags Íslands á Laufásvegi 2 dagana 11.­14. júní. Íslenskir þjóðbúningar verða kynntir með ýmsu móti.

Frætt verður um ýmis vinnubrögð tengd þjóðbúningunum. Fimmtudag kl. 10­12 og föstudag kl. 13­15 verður sýnt hvernig sauðskinnsskór eru gerðir. Baldýring verður sýnd frá kl. 13 á laugardag og sunnudag. Alla daga verður kniplað á staðnum. Milli kl. 16­18 alla dagana verður veitt ráðgjöf um hvernig skal klæðast búningunum og á staðnum verða ýmsar konur til skrafs og ráðagerða.

Opið verður fimmtudag og föstudag frá kl. 10­18 og laugardag og sunnudag frá kl. 12­18. Aðgangur er ókeypis.