GENGI krónunnar hefur hækkað um rúm 2% á árinu, ef miðað er við gengisvísitölu Seðlabankans, segir í frétt frá Viðskiptastofu Íslandsbanka. Því hafa erlendar skuldir fyrirtækja lækkað í krónum talið og á meðfylgjandi mynd er gengishagnaður nokkurra þeirra borinn saman.
ÐKrónan hefur styrkst um rúm 2% á árinu

Umtalsverður gengis-

hagnaður fyrirtækja

GENGI krónunnar hefur hækkað um rúm 2% á árinu, ef miðað er við gengisvísitölu Seðlabankans, segir í frétt frá Viðskiptastofu Íslandsbanka. Því hafa erlendar skuldir fyrirtækja lækkað í krónum talið og á meðfylgjandi mynd er gengishagnaður nokkurra þeirra borinn saman. Mest lækkun hefur orðið á japönsku jeni frá áramótum, en allar myntir hafa lækkað vegna gengishækkunar krónunnar, Evrópumyntirnar þó minnst. Því hagnast þau fyrirtæki mest sem skulda hlutfallslega mest í jenum.

Í samanburðinum er eingöngu litið á skuldir, en mörg félaganna stilla samsetningu skulda á móti samsetningu tekna. Lækkandi tekjur koma því á móti gengishagnaði af skuldum í bókhaldi fyrirtækja.

"Þess ber að geta að áhrif skuldanna eru að miklum hluta bókhaldsleg en koma ekki að sama skapi fram í sjóðstreymi félaganna. Mörg íslensk fyrirtæki tryggja sig í auknum mæli með framvirkum samningum eða valréttarsamningum. Sjaldan er þess getið í ársreikningum. Einnig er misjafnt hvort fyrirtæki tryggja liði á efnahagsreikningi sérstaklega eða á móti liðum sem hafa áhrif á sjóðstreymi," segir í frétt frá Viðskiptastofu Íslandsbanka.