Nú hafa nemendur Borgarhólsskóla og Keldunnar og Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík gert samning við Húsavíkurkaupstað um afnot af vélunum og fengið heimild til bíósýninga í Samkomuhúsinu í samvinnu við Leikfélag Húsavíkur en bærinn hefur leigt Leikfélaginu húsið til afnota.
Bíósýningar hefjast á Húsavík

Húsavík - Í Samkomuhúsinu við Garðarsbraut á Húsavíkurbær kvikmyndasýningarvélar sem ekki hafa verið notaðar undanfarið og húsið eingöngu notað af Leikfélaginu.

Nú hafa nemendur Borgarhólsskóla og Keldunnar og Nemendafélag Framhaldsskólans á Húsavík gert samning við Húsavíkurkaupstað um afnot af vélunum og fengið heimild til bíósýninga í Samkomuhúsinu í samvinnu við Leikfélag Húsavíkur en bærinn hefur leigt Leikfélaginu húsið til afnota.

Unga fólkið, sem hefur haft forgöngu í þessu máli, segir að þetta sé ekki gert til fjáröflunar heldur til að lífga svolítið upp á bæjarlífið. Ekki sé áformað að hafa nema fáar sýningar í mánuði hverjum en þá aðeins góðar myndir.

Þessu til staðfestingar rituðu þau undir samning Einar Njálsson bæjarstjóri, Ester Þóra Jakobsdóttir nemandi og Regína Sigurðardóttir, fyrir hönd Leikfélagsins.



Morgunblaðið/Silli FRÁ undirritun samningsins f.v.: Ester Þóra Jakobsdóttir, Einar Njálsson og Regína Sigurðardóttir.