BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar í Viðeyjarkirkju 21. júní nk. "Þetta verður mín fyrsta vísitasía á Íslandi, en ég er nýbúinn að vísitera suður í Afríku," sagði biskupinn í samtali við Morgunblaðið.

Biskup vísiterar í Viðey

BISKUP Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar í Viðeyjarkirkju 21. júní nk. "Þetta verður mín fyrsta vísitasía á Íslandi, en ég er nýbúinn að vísitera suður í Afríku," sagði biskupinn í samtali við Morgunblaðið.

Guðsþjónusta verður í Viðeyjarkirkju, þar sem biskup prédikar og staðarhaldari og dómkirkjuprestar þjóna fyrir altari, en Viðeyjarkirkja tilheyrir Dómkirkjusókn. Biskup bendir á að Viðeyjarkirkja hafi þá sérstöðu að þar sé enginn söfnuður, svo ekki muni hann kynna sér kristnihald á staðnum, eins og annars sé gert í vísitasíu.

Hvað aðrar vísitasíur varðar segir biskup að þær séu ekki áformaðar alveg á næstunni en hann verði þó víða á ferð vegna afmæla kirkna á næstunni. Hann kveðst hafa afráðið að fara rólega í sakirnar, þar sem hann hafi hug á að breyta fyrirkomulagi vísitasíu, m.a. þannig að gerð verði úttekt á safnaðarlífi, safnaðaruppbyggingu og slíkum þáttum.