FABRIZIO Ravanelli, leikmaður ítalska landsliðsins, er með inflúensu og missir því af úrslitakeppni HM. Enrico Chiesa, leikmaður Parma, kemur í hans stað en hann hefur æft með ítalska hópnum í Frakklandi. Lið gátu breytt leikmannahópi sínum fram að fyrsta leik og því voru Ítalir á síðustu stundu að gera breytingar.

Ravanelli fer heim

FABRIZIO Ravanelli, leikmaður ítalska landsliðsins, er með inflúensu og missir því af úrslitakeppni HM. Enrico Chiesa, leikmaður Parma, kemur í hans stað en hann hefur æft með ítalska hópnum í Frakklandi. Lið gátu breytt leikmannahópi sínum fram að fyrsta leik og því voru Ítalir á síðustu stundu að gera breytingar.

Ravanelli sló niður með háan hita skömmu eftir komu ítalska landsliðsins til Frakklands í byrjun vikunnar og höfðu læknar liðsins ráðlagt honum að hvíla sig. Svo virðist sem Ravanelli hafi smitast af veirunni á Ítalíu, þar sem þriggja ára gamall sonur hans, Luca, var fluttur á spítala í síðustu viku með háan hita, en þó er of snemmt að fullyrða að þessir atburðir séu tengdir. Ravanelli fer til Ítalíu í dag.