ALEXANDER Lebed, nýkjörinn héraðsstjóri í Krasnojarsk í Síberíu, lýsti því yfir í gær að nýja starfið væri það tímafrekt að hann neyddist til að leggja hugmyndir um forsetaframboð á hilluna, í bili. Kvaðst hann ekki hafa áhuga á forsetakosningum nú en hann hefur verið talinn einn líklegasti og sterkasti frambjóðandinn sem eftirmaður Borís Jeltsíns.
Lebed áhugalaus um forsetastól

ALEXANDER Lebed, nýkjörinn héraðsstjóri í Krasnojarsk í Síberíu, lýsti því yfir í gær að nýja starfið væri það tímafrekt að hann neyddist til að leggja hugmyndir um forsetaframboð á hilluna, í bili. Kvaðst hann ekki hafa áhuga á forsetakosningum nú en hann hefur verið talinn einn líklegasti og sterkasti frambjóðandinn sem eftirmaður Borís Jeltsíns.

Sviss sakað um samvinnu við nasista

SVISSNESK yfirvöld, þar á meðal forseti landsins, hafa vísað á bug fullyrðingum stofnunar Simons Wiesenthals, um að landsmenn hafi vísað fjölmörgum gyðingum frá landamærum sínum í heimsstyrjöldinni síðari og að Svisslendingar hafi átt samstarf við þýska nasista, t.d. þjálfað hermenn.

Hjálparstarfsmenn myrtir

ÞRÍR súdanskir starfsmenn Rauða krossins og matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna voru myrtir í Súdan í gær. Voru mennirnir við hjálparstörf í Kadugli-héraði er skotið var á bifreið þeirra.

Mannskæður eldsvoði

ÁTTA manns létu lífið er eldur kom upp í íbúðarhúsi í Bochum í Þýskalandi í gær. Útigangsfólk var oft í húsinu og því er ekki vitað hversu margir voru inni. Ekki er vitað hver eldsupptökin voru.

Morðingi fundinn?

FIMMTUGUR Dani hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald, grunaður um að hafa myrt hina tíu ára gömlu Susan Raach Ipsen, sem fannst myrt í Brøndby, skammt frá Kaupmannahöfn fyrir helgi. Maðurinn býr í sömu blokk og stúlkan en morðið hefur vakið mikinn óhug í Danmörku.

Er Kohl rokkstjarna?

SAMKVÆMT könnun sem gerð hefur verið á meðal háskólanema í Kúveit, er þekking þeirra á erlendum málefnum all-brotakennd. Hefur komið í ljós að um 49% þeirra telja að Madeleine Albright, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sé kvikmyndastjarna, og 71% taldi Helmut Kohl Þýskalandskanslara vera rokkstjörnu.

Lebed