NÝ framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var kosin á 29. þingi samtakanna sem haldið var um síðustu helgi. Framkvæmdastjórn landssambandsins mun sitja næstu tvö árin og voru fjórir af fimm framkvæmdastjórnarmönnum kosnir í fyrsta sinn.

Sjálfsbjörg kýs nýja framkvæmdastjórn

NÝ framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra, var kosin á 29. þingi samtakanna sem haldið var um síðustu helgi. Framkvæmdastjórn landssambandsins mun sitja næstu tvö árin og voru fjórir af fimm framkvæmdastjórnarmönnum kosnir í fyrsta sinn.

Nýju stjórnina skipa: Arnór Pétursson formaður, Ragnar Gunnar Þórhallsson gjaldkeri og Hildur Jónsdóttir ritari, öll frá Sjálfsbjörg á höfuðborgarsvæðinu. Snæbjörn Þórðarson varaformaður, frá Sjálfsbjörg á Akureyri, og Jón Stígsson meðstjórnandi frá Sjálfsbjörg á Suðurnesjum. Að undanskildum Ragnari Gunnari Þórhallssyni eru allir nýir í stjórninni.